Skólinn okkar

 

Tónlistarskólinn í Garði
Garðbraut 69 A
Sími 425 3150, netfang: tonogard@sudurnesjabaer.is

Skólastjóri: Eyþór Ingi Kolbeins

Tónlistarskólinn er til húsa í Sæborgu en einnig fer hluti kennslunnar fram í Gerðaskóla.

Boðið er upp á kennslu á hin ýmsu hljóðfæri t.d. trompet, básúnu, horn, túbu, þverflautu, blokkflautu, gítar, bassa, slagverk, harmonikku, píanó, fiðlu, selló og söng auk tónfræðigreina, samsöngs, bjöllukórs og  ýmissa samspila. 

Við skólann er einnig starfræktur  barnakór í samvinnu við Gerðaskóla.  Frá því að skólinn var stofnaður hefur starfsemi hans verið mjög blómleg og farsæl. Gott samstarf er á milli tónlistarskólanna á Suðurnesjum og vinna skólarnir ýmis verkefni í sameiningu. Að auki taka nemendur tónlistarskólans virkan þátt í menningarlífi sveitarfélagsins þar sem þeir koma fram á hinum ýmsu viðburðum.

Tónlistina þekkjum við öll, hún er ríkur þáttur í lífi og starfi okkar allra. Tónlistarnám hefur margvísleg áhrif m.a. þjálfar það huga, eykur þroska,  sköpun og tjáningarhæfni nemenda en fyrst og fremst á tónlistarnámið að veita ánægju og lífsfyllingu.