Skólareglur
- Nemendum ber að mæta stundvíslega í hljóðfæra- og hóptíma. Veikindi og aðrar fjarvistir ber að tilkynna til skólans, af forráðamanni, eins tímanlega og unnt er.
- Kennara ber ekki að bæta upp fjarvistir nemanda t.d. vegna veikinda þeirra eða annara leyfa.
- Síendurteknar fjarvistir án leyfis geta varðað brottvikningu úr skólanum.
- Nemanda ber að ganga snyrtilega um skólann og eigur hans þ.m.t. leiguhljóðfæri og hljóðfæri sem eru í skólanum.
- Valdi nemandi skemmdum á hljóðfærum eða eigum skólans ber forráðamanni að bæta skaðann.
- Nemandi mæti stundvíslega og snyrtilega klæddur á tónleika skólans.
- Ætli nemandi að koma fram utan skólans ber að tilkynna það kennara með góðum fyrirvara. Kennari getur þá aðstoðað nemandann við æfingar og gengið úr skugga um að flutningurinn sé vel frambærilegur.
- Kennara ber ekki skylda til að bæta nemanda upp þær kennslustundir sem falla niður vegna veikinda hans. Ef kennari er hinsvegar veikur til lengri tíma ber skólastjóra að sjá til þess að forfallakennari verði fenginn á meðan.
- Í skólanum má: hafa gaman, hlæja, gera mistök og spila af gleði.