Dagur tónlistarskólanna

Næstkomandi miðvikudag 7.febrúar er Dagur tónlistarskólanna.  Í tilefni af honum fáum við heimsókn úr leikskólanum en nemendur tónlistarskólans hafa verið að æfa fyrir heimsóknina og hlökkum við mikið til.

Einnig verður Masterclass með Gulla Briem trommuleikara í samstarfi með vinaskólum okkar (Tónlistarsk.Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Reykjansebæjar og Listaskóla Mossfellsbæjar)  

Masterclassinn verður kl.18  í Hlégarði Mosfellsbæ.

Öll velkomin og frítt inn.