Endurumsóknir fyrir næsta skólaár

Endurumsóknir fyrir næsta skólaár 2021-2022 er nú í gangi á vefgátt skráningarkerfis skólans þar sem forráðamenn/greiðendur fá aðgang með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Staðfesta þarf endurumsókn fyrir miðvikudaginn 19.maí.

Skráið ykkur inn á vefgáttina: https://innskraning.island.is/?id=schoolarchive.net  

Veljið svæðið Nemandi

  • Í dálknum Heldur áfram námi smellið á:   Heldur áfram eða Hættir.

Ath! Mikilvægt er að allir svari, líka þeir sem ætla að hætta námi.

  • Vinsamlega farið vandlega yfir upplýsingar um nemandann. Ef þið þurfið að leiðrétta eða laga upplýsingar á þessu svæði, smellið á  Breyta  - lagfærið og vistið síðan.

ATH. Veljið svæðið Nánari upplýsingar    Áríðandi að þetta sé fyllt út.

  • Vinsamlega yfirfarið spurningar undir flipanum Viðbótarupplýsingar.  Mjög mikilvægt að fá þessar upplýsingar varðandi myndatökur. 

Við vekjum athygli á því að hægt er að nota frístundastyrk Suðurnesjabæjar upp í skólagjöldin.