Mikið hefur verið um að vera í Tónlistarskólanum í Garði í desember mánuði. Nemendur og starfsfólk hafa þurft að bregða út af vananum þessi jólin og leita leiða til að koma jólauppskeru sinni frá sér þar sem hefðbundið tónleikahald hefur ekki verið framkvæmanlegt.
Jólatónleikum var streymt og/eða upptökur sendar til aðstandenda.
Nemendur stóðu sig frábærlega í alla staði og fá hrós skilið fyrir sína frammistöðu.
Gítarsveit tónlistarskólans flutti gamalt og gott íslenskt jólalag Það á að gefa börnum brauð í suðrænum stíl sem gott er að ylja sér við og horfa til betri tíðar í samfélaginu. Sjá hér að neðan.
Tónlistarskólinn i Garði óskar öllum íbúum Suðurnesjabæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Garðbraut 69 A | 250 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3150 Netfang: tonogard@sudurnesjabaer.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3150 / tonogard@sudurnesjabaer.is