Næstu vikur í tónlistarskólanum

Næstu vikur í tónlistarskólanum.

Vegna hertra sóttvarna þá verður grímunotkun fyrir nemendur fædda 2010 og eldri í gildi ásamt starfsfólki í tónlistarskólanum.

Tónfræði og söng-lestur verða kennd í fjarkennslu eins og hægt er í óákveðinn tíma.  

Samspil og hljómsveitarstarf fellur niður í óákveðinn tíma.

Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til.