Netnótan 2021

Afrakstur Netnótunnar 2021 var sýndur í júní síðastliðnum með þremur skemmtilegum heimildarþáttum á sjónvarpsstöðinni N4. Í þáttunum var sýnt frá blómlegu starfi tónlistarskóla landsins.

Tónlistarskólinn í Garði tók þátt eins og endranær í Nótunni en að þessu sinni voru tekin upp nokkur tónlistaratriði og viðtöl og sett saman í 4 mínútna kynningarmyndband.  

Í Netnótunni kom fram gítarsamspil skólans, bassa og píanódúett og tónlist sem var unnin í hljóð og upptöku áfanganum.

Sjón og heyrn er sögu ríkari en hér er linkurinn á þáttinn á N4 og síðan linkurinn á myndbandið í heild sinni.

 

N4 Tónlistarskólinn er frá 3:40: https://n4.is/spilari/qHk5_6PWamI#play

Hér er linkurinn á myndbandið í fullri lengd: https://youtu.be/lYmMQOtv_X4