Robben Ford

Masterclass verður með hinum stórkostlega gítarleikara Robben Ford næstkomandi miðvikudag 9.nóvember kl. 17:30 í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar nánar tiltekið í Tónkvísl.  Viðburðurinn er samstarfsverkefni Tónlistarskóla Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar, Tónlistarskólans í Garði og Listaskóla Mosfellsbæjar. 

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Frábært tækifæri að fá að hlusta á þennan snilling sem enginn ætti að missa af.