Skólaslit og vortónleikar

Flottir og skemmtilegir vortónleikar hafa verið hjá okkur í tónlistarskólanum undanfarna daga.  Haldnir hafa verið nokkrir vortónleikar í Útskálakirkju og í sal tónlistarskólans og hafa fjöldinn allur af nemendum komið fram. Við höfum fengið frábæra mætingu áhorfenda sem er kærkomið í skólastarfinu.  Lokahnykkurinn verður svo mánudaginn 23.maí kl. 17:30 í Miðgarði sal Gerðaskóla en þá koma fram hljómsveitir og samspil tónlistarskólans ásamt einleiksatriði. Fjölmennum í Miðgarð og njótum þess að hlusta á tónlistarfólk framtíðarinnar. Allir velkomnir!