Skólastarf til 15.apríl

Samkvæmt nýjustu reglugerðinni vegna Covid -19 sem gildir til 15.apríl nk. getum við kennt alla hljóðfæra- og söngtíma frá og með deginum í dag 6.apríl

 Allir hóptímar í tónfræði, lestur söngnema, upptökufræði, hljómsveitir og samspil fara fram samkvæmt stundaskrá með þeim sóttvörnum sem við eiga hverju sinni með tilliti til aldurs.  

 Nemendur fæddir 2004 eða fyrr skulu nota andlitsgrímur þar sem nálægðartakmörkunum verður ekki við komið, sé þess kostur.

 Foreldrar/forráðamenn komi ekki inni í húsnæði tónlistarskólans nema brýna nauðsyn beri til.

 Reglugerðin er í stórum dráttum hér:

  Tónlistarskólar

  • Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímur sé þess kostur.
  • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri.
  • Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra.
  • Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil.
  • Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
  • Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í tónlistarskólann nema brýna nauðsyn beri til. Þeir skulu gæta að 2 metra nálægðartakmörkun jafnt sín á milli sem og gagnvart starfsfólki og skulu bera andlitsgrímur.