Suzuki píanónám

Tónlistarskólinn í Garði býður upp á Suzuki píanónám.  Námið er byggt á hugmyndafræði Shinichi Suzuki sem þróaði námsefni og aðferð fyrir unga nemendur frá 3 ára aldri og uppúr. 

 Suzukinám

Öll börn geta lært ef umhverfið er hvetjandi!

 Suzukiaðferðin byggir á þeirri grunnhugmynd að öll börn geti lært tónlist, rétt eins og þau geta öll lært móðurmál sitt. Það sem til þarf er tónlist í umhverfinu, góður kennari og virk þátttaka og uppörvun foreldra.

 Helstu einkenni aðferðarinnar og tilhögun námsins:

  • Börnin geta byrjað ung eða um fjögurra til fimm ára.
  • Börnin læra eftir eyra með stöðugri hlustun á námsefnið.
  • Nótnalestur bætist við síðar.
  • Foreldrar fylgja með í alla tíma og æfa með börnunum heima.   Foreldrar verða að vera tilbúnir að verja góðum tíma í að æfa sig á   hljóðfærið og aðstoða barnið sitt á hverjum degi.
  • Námið felst bæði í einstaklingstímum og hóptímum.
  • Einstaklingstímar eru einu sinni í viku, hálftíma í senn. Hóptímar eru aðra hverja viku, klukkutíma í senn.
  • Upprifjun er snar þáttur í náminu.
  • Ýmislegt fleira má nefna, t.d. jákvætt hugarfar og hvatning, börnin eru látin koma fram á tónleikum frá því fyrsta, foreldrafræðsla í byrjun, einbeiting að einu atriði í einu, leikur og gamansemi, herminám fremur en útskýringar.    

Sækja um hér: