Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Uppskeruhátíð tónlistarskólanna fór fram síðastliðinn laugardag í Salnum í Kópavogi fyrir Suðurland, Suðurnes og höfuðborgarsvæðið.  

Tilgangur uppskeruhátíðarinnar er að beina kastljósinu að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemenda með það að leiðarljósi að styrkja ungt tónlistarfólk og efla tónlistarmenntun og tónlistarlíf í samfélaginu.

Fyrir hönd Tónlistarskólans í Garði kom fram ungur suzuki píanónemandi Aleksander Cielesz og flutti hann Sonatina í C-dúr op.36 no.1 1.kafli Allegro eftir Muzio Clementi. Stóð hann sig með mikilli prýði og við erum virkilega stolt af þessum frábæra unga píanista.